Gerast félagi

Björgunarfélag Ísafjarðar (BFÍ) var stofnað árið 1998 þegar Einherjar, Hjálparsveit skáta Ísafirði og Slysavarnarfélagið Skutull á Ísafirði var sameinað. Fljótlega var fjárfest í Guðmundarbúð og hafa þónokkrir gallharðir félagar lagt gífurlega vinnu í að innrétta húsnæðið eins og það er í dag.

Björgunarfélagið er ekki með reglubundið nýliðastarf  nema þá í gegnum unglingadeildina , en ef fólk hefur áhuga á að gerast félagar í Björgunarsveit  og taka þátt í öflugu starfi sveitarinnar hvort sem það er á landi eða á sjó  þá er ekkert nema mæta kl 20:00 á mánudagskvöldum en þá er fundur hjá okkur, einnig er hægt að hafa samband við formann Ara Kristinn Jóhannsson í síma 8587922 og fá nánari upplýsingar

Comments are closed.