Gjöf til slöngubátahóps.

Síðastliðið fimmtudagskvöld  fékk slöngubátahópur BFÍ veglega gjöf frá kvennadeildinni  en þá er búið að fullbúa alla báta með veglegri tækjum sem til eru  en gjöfin var nánar tiltekið gulur  slöngubátahjálmur og   tvö headset sem koma að góðum notum en við prófun virkaði þetta eins og bestu sterio græjur.

Við þökkum kvennadeildinni fyrir gjöfina og um leið  ánægjulegt samstarf undanfarinna ára og það er svo sannarlega að styrkjast með tímanum.

Guðrún S. Bjarnadóttir, Guðjón Jóhann Jónsson og Teitur Magnússon við afhendingu búnaðarinns.

Á myndinni má sjá Guðrúnu  formann kvennadeildar afhenda hjálminn Guðjóni Jóhannesi ,Teitur Magnússon prufaði sterio græjurnar sem hjálmnum fylgdu.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.