Gleðilega páska

Nú er að líða að páskum og gestir Skíðavikunnar farnir að flykkjast í bæjinn enda mikið um viðurði þessa helgina.
Björgunarfélag Ísafjarðar verðum með hefðbundinn viðbúnað um páskana eins og svo oft áður, við höfum nú þegar undirbúið okkur vel undir komu gesta og höfum yfirfarið búnað og tæki eins og kostur er enda margir sem sækja skíðabrekkur um páskana bæði troðnar og ótroðnar. Við beinum því til fólks að fara varlega um helgina og skoða vel og vandlega veðurspár en einhver él er í kortunum með norðaustlægri átt 8-15 m/s.
Við erum á vaktinni yfir páskahelgina og útkallssíminn er 112

Björgunarfélagið óskar sínum félagsmönnum og landsmönnum gleðilegra páska.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.