Góð helgi afstaðin…

Á síðast liðinn laugardag var haldin snjóflóðaleitaræfing uppi á Botnsheiði.

Hundahópur Björgunarfélags Ísafjarðar og björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík mættu samtals með 5 snjóflóðaleitarhunda.  Unglingadeildin Hafstjarnan aðstoðaði við æfinguna, með því að láta grafa sig í holur.  Að þessu sinni mættu 5 krakkar úr unglingadeildinni og stóðu þau sig með prýði, eiga þau hrós skilið fyrir það.

Einnig stóð Björgunarfélagið fyrir snjóflóðaleitaræfingu fyrir aðra félaga sem ekki eru að þjálfa hunda.  Æfð var snjóflóðaýla og -stangar leit.

Æfingin gekk vonum framar, en því miður var veðrið ekki upp á sitt besta.  Mikill hiti og rigning var á laugardeginum, en auðvitað lætur enginn veðrið stoppa sig.

This entry was posted in Æfingar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.