Góður laugardagur

Á föstudagskvöld byrjaði námskeiðið Slöngubátar 1 í Guðmundarbúð og mættu 5 félagar úr elsta hópi unglingadeildar og BFÍ á námskeiðið

sem haldið var af Óskari Albertssyni.

Á laugardagsmorgun var svo byrjað á verklega hluta námskeiðsins og farið meðal annars í bátaveltu og flotgalla sund. kl. 12:30 hófst svo æfing hjá áhöfn Gunnars Friðrikssonar þar sem meðal annars var farið í flutning slasaðra. Áhöfn Gunnars aðstoðaði einnig aðeins við námskeiðið. Alls mættu 10 manns um borð í Gunnar og voru í þeim hópi 2 nýliðar sem fengu smá grunnfræðslu um bátinn og búnað hans. Æfingum og frágangi var lokið um kl. 15:00 og fóru þá allir sáttir heim.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Góður laugardagur

  1. Ingibjorg Elin says:

    Bara að leiðrétta þá er ég ekki í elsta hópi unglingadeildarinnar 🙂 Heldur í björgunarsveitinni sjálfri.