Guðjón kominn heim!

Eins og nokkrum félugum Björgunarfélags Ísafjarðar er nú kunnugt um, var einn okkar manna sendur út til Bretlands á námskeið hjá sjóbjörgunarsveitinni RNLI, síðastliðinn miðvikud. Guðjón Flosa. varð fyrir valinu og kom hann heim seint í gærkvöldi. Hann segir námskeiðið hafa farið vel fram í heild sinni.

,,Þetta var 25 manna hópur í heildina sem fór frá Íslandi, 23 nemendur sem tóku námskeiðið og tveir toppar. Ég fór einn héðan og þekkti engann, en hópurinn var fljótur að kynnast og gekk samvinnan mjög vel.” Segir Guðjón.

Námskeiðið var haldið í húsnæðum RNLI í Bretlandi, bæði bóklegt og verklegt. Ýmislegt kom í ljós sem ekki var vitað hér á landi, og því ættu allir að hafa lært eitthvað.

Nú bíða félagar Gauja spenntir eftir að heyra ferðasöguna og fá að prófa sitthvað af því sem hann lærði úti.

Vonast er til að námskeiðið verði aftur í boði eftir ár og býðst þá líklega einhverjum heppnum að fara fyrir hönd Björgunarfélagsins og mennta sig í þessum fræðum.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.