Gunnar Friðriksson

 

Björgunarfélag Ísafjarðar rekur björgunarskipið Gunnar Friðriksson

Gunnar er 15 metra skip með 2×503 hestafla aðalvélar og ganghraði skipsins er um 18 mílur.

Gunnar er hannaður af RNLI  og með áherslu á siglingu í aftakaveðri og ef svo bæri til að báturinn færi á hvolf að þá myndi hann snúast við ef allar lúgur um borð væru lokaðar en bátarnir fara í prufu  og þeim er sleppt úr c.a 10 metra hæð og  þeir látnir rétta sig við ,ef það virkar þá hefur smíðin og hönnunin tekist.

Á Gunnari er hægt að stýra á tveim stöðum ,bæði inn í bátnum og svo uppá honum  og er það stýri notað þá aðallega þegar bátnum er lagt við bryggju eða gott er í sjóinn. Um borð eru öflugar brunadælur ef eldsvoða ber að. Lítill léttabátur er einnig um borð og hann er notaður ef um fjörulendingar og þess háttar er að ræða.

Báturinn er útbúinn öllum helstu siglinga og fjarskiptatækjum   þar má nefna Radar, Ais, Max sea siglingakort,Tetra ,Vhf ,flugradíó o,fl.

 

Comments are closed.