Hitamyndavél

Nú í kvöld afhenti fyrirtækið Ísmar hitamyndavél sem Björgunarfélagið hefur keypt og fróðari menn segja fjárfestinguna góða en án fyrirtækja í bænum væri ekki hægt að fjármagna svona björgunartæki og þökkum við kærlega fyrir góðan stuðning í okkar garð og vonum að tækið muni nýtast okkur vel í leit og öðrum björgunum. Við prófanir kemur myndavélin mjög vel út og hlökkum við til að fá að fikta í vélinni og byggja upp reynslu en Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin í Búðardal eru einu sveitirnar sem eru komnar með handhitamyndavél frá Ísmar sem þýðir það að við erum framarlega í þessari tækni hér á vesturhelmingi landsins.

Hér sést þegar sölumaður Ísmar afhendir  Teiti Magnússyni  og Ara Jóhannssyni Formanni   Björgunarsveitarinnar  þetta glæsilega björgunartæki.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.