Í sjálfheldu við Dynjanda

Um klukkan 17:00 föstudaginn 16 maí var Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin Tindar kallaðar út vegna manns sem var í sjálfheldu við Dynjanda í Arnarfirði. Var hann 10-20 m fyrir neðan efstu brún við fossinn. Um var að ræða belgískan ferðamann sem var á ferð ásamt tveimur öðrum. Um 10 manns á tveimur bílum fóru á staðinn en þegar þeir komu á staðinn hafði manninum tekist að komast ofar í fjallið og úr sjálfheldunni. Var hann sóttur og fluttur til félaga sinna sem biðu á tjaldstæðinu í Dynjandisvogi.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

One Response to Í sjálfheldu við Dynjanda

  1. Þröstur Þórisson says:

    Á leiðinni heim úr útkallinu var ákveðið að fjallabjörgunarhópurinn myndi hittast á þriðjudagskvöldið kl 19:30 í upprifjunaræfinu í spottafræði. Allir áhugasamir velkomnir.