Ísklifur í gær

Eiríkur að leiða fyrra haftiðÍ gær fóru 3 félagar, Rúnar, Eiríkur og Hörður, í ísklifur á Óshlíðina þar sem ný klifurleið var klifruð.

Þessi leið fékk nafnið Þríleikur þar sem þetta var í þriðja skiptið sem reynt var við leiðina. Leiðin er af erfiðleikagráðunni WI5. Klifraðar voru 2 spannir en þetta voru 2 höft. Fyrra haftið var mjög bratt og erfitt en ekki nema um 20 metrar, Eiríkur leiddi það. Klifrað var um 60 metra þar fyrir ofan og Rúnar leiddi það.

Ferðin tók um 4 tíma og var komið heim rúmlega 19:00.Hörður Rúnar Óli

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Ísklifur í gær

  1. Anonymous says:

    Vá voru myndirnar fotosjopaðar.