JA HÚ Afmælisveisla!!!

Björgunarfélag Ísafjarðar verður 10 ára 31 Október.

Ætlunin er að gera okkur glaðan dag á laugardeginum 1. nóv. með því að hafa opið hús bjóða bæjarbúum upp á kaffi og kökur milli 15:00 og 17:00 í Guðmundarbúð.

Klukkan 15:00 ætlum við svo að stilla okkur upp í hópmyndatöku fyrir utan Guðmundarbúð. Við vonum að allir okkar félagar mæti í Björgunarbúningunum, og hundaliðið verði einnig með hundana.

Um kvöldið ætlum við að skemmta okkur saman, borða góðan mat, syngja, rabba saman og hafa gaman.
Ræður leifðar (ekki langar)… en skemmtilegar.

Skráningar hjá Ara Jó 8587922
eða Sigrúnu Árnad. 8962883

Nánar síðar…
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to JA HÚ Afmælisveisla!!!

  1. Þröstur Þórisson says:

    Minni á neyðar kallinn, svona í kreppunni. Sjá betur á heimasíðu SL. Reiknum með að selja hann um helgina!