Jólaball Björgunarfélagsins!

Á næsta laugardag stendur til að halda hið árlega jólaball kafara Björgunarfélags Ísafjarðar.

Ætlunin var að halda það í fyrra en vegna anna tókst það ekki. Nú bætum við um betur og kýlum á þetta í fyrsta skipti, þeir mæta sem vilja.

Mæting er í Guðmundarbúð kl. 10 á laugardagsmorguninn og er stefnt að því að vera komin útí kl. 11. Byrjað verður að græjja tréið, skraut, sökku, flot o.fl. svo er bara að skella sér útí.

Þó mikil vinna sé framundan í jólatrjáa- og flugeldasölu og -sýningu má félagsstarfið ekki lyggja niðri. Því er þetta opið öllum okkar félögum sem treysta sér til þess að mæta með sundskýluna, eða bara koma og vera með. Hugmyndir eru uppi um að fá b.s. Gunnar Friðriksson með ef áhugi verður fyrir því, þá gætu fleiri komið og fylgst með.

Öllum nálægum köfurum verður óformlega boðið með, við vonumst til þess að sjá sem flesta.
Eins og í öllum jólaböllum er “snyrtilegur klæðnaður” æskilegur eða klæðnaður í jólaþema.

Markmiðið með þessu, umfram það að þétta og efla hópinn, er að gera auglýsingu fyrir jólatrjáasölu BFÍ

Kv. Kafarar BFÍ
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

7 Responses to Jólaball Björgunarfélagsins!

 1. Anonymous says:

  Og hvert ætlið þið að fara?

 2. Hildur says:

  Ekki gleyna að taka myndir strákar

 3. Hildur says:

  Það yrði frábær auglýsing

 4. Anonymous says:

  Það fer eftir skyggni og hvert verði farið gæti ég trúað.

 5. Þröstur Þórisson says:

  Mikið rétt! tökum veðrið í og eftir vonda veðrið í nótt.

 6. Anonymous says:

  þessi kafari er helviti flotur ????’ kveðja kafari

 7. Anonymous says:

  Soooooooldið kuldalegur að sjá greyið. Er þetta sjálfur Jóli á myndini?????????????