Jólaseríur í miðbænum!

Eins og menn vita styttist óðum í jólin og er undirbúningur þeirra hafinn.

Nú þegar er búið að setja upp jólakrautið á ljósastaurana í miðbænum og jólaseríurnar á nokkur fyrirtæki.
Ef veður leyfir er stefnt að því að hengja upp jólaseríurnar á milli húsanna á miðvikudagskvöldið. Ef veðrið fer á sinn versta veg er gert ráð fyrir þessu á fimmtudagskvöldið.
Mæting er kl. 20 í Guðmundarbúð að venju, heitt kaffi á könnunni!
Minnum einnig á jólatrjáasöluna í desember, opnunartíminn verður frá kl.17-20 þetta árið. Það vantar alltaf mannskap.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Jólaseríur í miðbænum!

 1. Anonymous says:

  Mikið erum við heppinn sem drekkum ekki kaffi, Við getum verið en heima undir teppi…

 2. Þröstur Þórisson says:

  Þá missir þú af öllu fjörinu, eins og þetta er nú skemmtilegt, að geta lífgað upp á bæinn og gert íbúa hans ánægða.

  Hver kemur eiginlega með svona comment án undirskriftar???

 3. Anonymous says:

  Þar sem ég er einn af þeim sem drekka ekki kaffi vil ég geta þess að þessi skrif eru ekki komin frá mér.
  Kv. Guðni