Jólatrjáasala

Nú er búið að moka út og þrífa í bílageymslunni í Guðmundarbúð.

Næstkomandi fimmtudagskvöld stendur til að stilla upp rekkunum fyrir jólatrjáasöluna og raða í þá trjánum.
Félagar Björgunarfélagsins eru eindregið hvattir til þess að mæta. Einnig mynnum við á að skráningablöðin fyrir jólatrjáasöluna eru tóm og mælum við með því að mannskapurinn skrái sig á einhverja daga í söluna, það munar um hverja klst.
Byrjað verður að selja á laugardaginn n.k.
Jólatrjáasala Björgunarfélags Ísafjarðar er opin alla daga frá 17-20 fram að jólum.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.