Jólavertíðin

Nóg hefur verið að gera innanhúss í nóvember og desember. Á neðri hæðinni er heilmikið búið að vera að gerast og hefur undirbúningur fyrir jólavertíðina verið áberandi. Í nóvember var farið var yfir jólaseríur, gert við laskaðar seríur og skipt út ónýtum. Í endaðan nóvember var svo farið og jólaseríur settar upp í bænum, fengum við hjálp frá unglingadeildinni í það verk þetta árið eins og öll önnur. Helgin 8 og 9 des var svo notuð til að gera klárt fyrir jólatrjáasölu. Tekið var til á neðri hæðinni , hún þrifin og grindur settar upp.
Á efri hæðinni hafa félagar mætt öll miðvikudagskvöld í vetur vopnaðir nammipokum og unnið við að setja upp milliveggi, klára loft og ýmislegt fleira. Í nóvember var svo farið í það að slípa gólf og flota. Í desember var efri hæðin svo þrifin og nú er verið að leggja flísar.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.