Kerran klár

Á vinnukvöldi á mánudaginn sl. var farið í að laga til vélsleðakerruna.
Ekki gekk það betur en svo að öll kvöldin í vikunni, hafa farið í þetta verkefni, sem leit ekki út fyrir að vera stórt í fyrstu.
“Það er bara farin hjólalega, strákar.” Sagði einhver.
Það endaði með því að ný hásing fór undir á fimmtudagskvöldið, ásamt nýjum dekkjum og álfelgum.
Nú ætti kerran að vera klár fyrir komandi vertíð.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.