Köfun- akkerið

Í dag var loksins haldið til hafs, á nýja Gunnari Friðriks, til þess að sækja gamalt akkeri sem fanst í vetur, fyrir tilviljun í einum köfunarleiðangri okkar. Ýmsar hugmyndir voru uppi um hvernig ætti að ná þessu upp, en eftir margra vikna umræður ákváðum við að nota einföldu leiðina og spila það upp á Gunnari F.
Frekar fámennt var hjá okkur í dag, enda voru menn uppteknir við aðrar aðgerðir s.s. hundaæfingu sem haldin var í dag. Aðgerðin gekk vonu framar og akkerið var komið upp á met tíma. Það voru þeir Freyr og Þröstur sem fóru niður og húkkuðu spottanum í akkerið, og eftir skamma stund var það komið upp á stefnið á Gunnari. Þá var bara að trilla með það í land og ganga frá, Dóri í H-prent kom og smellti af nokkrum myndum af okkur fyrir utan Guðmundarbúð.
Í ferðinni voru teknar nokkrar myndir sem eiga að fara inn á myndasíðuna hér á jaki.is ef að allt gengur eftir.
Á myndinni hér fyrir ofan sést Freyr koma upp úr undirdjúpunum eftir að hafa sett fast í akkerið.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.