Köfun í gær

Kafarar Björgunarfélagsins slá ekki slöku við frekar en aðrir.
Menn þurfa jú að brenna jólasteikinni og ná úr sér kvefinu segja þeir kokhraustir.

Í gær fóru fimm kafarar út á óshlíð, fyrir utan +krossinn og köfuðu úr fjörunni þar. Allt gekk nokkuð vel, þeir fóru á u.þ.b. 15m dýpi og sneru þá við. Á bakaleiðinni varð ein loftlaus og var farið með með henni upp og synt í land. Aldan hafði aukist svolítið og var hún orðin um 1 meter, þó gekk furðu vel að komast í land.

Allir komu sáttir og þreyttir í land eftir 30 mín köfun og mjög langt sund.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

3 Responses to Köfun í gær

 1. Þröstur Þórisson says:

  Takið eftir þessu í textanum, EIN loftlaus, og HENNI…
  Já, við erum loksins komnir með eitthvað kvennkyns í kafarahópinn. Og hún sagðist meira að segja vera til í að koma aftur með okkur. Merkilegt helv…

 2. Anonymous says:

  Það var nú gaman að því hve menn voru duglegir að rétta HENNI hjálparhönd. Sérstaklega neðansjáfar. 🙂 he he he……… Kveðja Guðni
  (Nú vantar bara fleyri stelpur fyrir okkur hina til að leiða þarna niðri)

 3. Anonymous says:

  ÞAÐ ER EKKI OFT AÐ SVONA
  TÆKIFÆRI GEFIST; ÞESS
  VEGNA ‘A AÐ NJ’OTA FERÐARINNAR

  KV G S F