Köfunarferð

Síðastliðna helgi (þ.e. frá miðvikudegi til sunnudags sl.) fóru þrír félagar úr Björgunarfélaginu í köfunarferð í Reykjanes.

Upphaflega stóð til að halda þar framhaldsnámskeið í köfun (réttindi niður á 30 m), en vegna afpantana var því frestað um óákveðinn tíma.

Þrátt fyrir það var farið í Reykjanesið ásamt Sæfara og Sportkafarafélagi Íslands, samtals mættu u.þ.b. 50 manns á þessa samkomu.
Farnar voru sex kafanir í grend við Reykjanesið, þ.á.m. í flakið af Kolbrúnu ÍS 267.

Ferðin gekk í flesta staði vel og allir komu ánægðið og heilir heim eftir langa og erfiða helgi.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Köfunarferð

  1. Anonymous says:

    Búinn að setja inn videoklipp úr ferðinni á http://www.hrollur.is Meira væntanlegt!

    Kv. Þröstur