Kona í sjálfheldu

28.10.2007 Útkall gulur
Kl. 15:27 fékk Björgunarfélagið útkall þar sem kona hafði lent í sjálfheldu í fjallinu fyrir ofan Urðarveg og var staðsetning á konunni ekki alveg ljós. Hafði konan sem var afar illa skóuð farið upp í fjall eftir hundi sínum sem hafði týnst kvöldið áður. Fóru nokkrir vaskir félagar upp fundu konuna, þar sem hún komst hvorki upp né niður sökum lofthræðslu og var þar að auki búin að týna skónum sem hún hafði hafið ferðalagið í, komu þeir henni niður ásamt hundinum.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

One Response to Kona í sjálfheldu

  1. Anonymous says:

    Frábært að heimasíðan er komin í gang aftur, nú er bara að virkja hana almennilega og koma henni í gagnið.
    Þröstur
    P.S. Þetta útkall var nú meira ruglið:)