Landsfundur ums.m.ungl.deilda

Landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda var haldinn um helgina á Gufuskálum.

Okkar menn voru þar eins og víðast hvar. Það voru þeir Þröstur og Liljar sem fóru frá okkar félagi eða Hafstjörnunni, en auk þeirra mætti lið frá Erni í Bolungarvík og Blakk á Patró (Vestfjarðalega séð). Þetta er stærsti fundur sem haldinn hefur verið, þ.e.a.s. fjölmennastur. Það voru samtals 48 umsjónarmenn sem voru skráðir og 42 þeirra sáu sér fært að mæta víðs vegar af landinu.

Rædd voru ýmis mál s.s. reglugerð SL um unglingadeildir og tillögur að breytingum hennar voru gerðar. Fundurinn byrjaði snemma á laugardagsmorgun og var honum slitið um hádegisbil í dag.

Landsfundir umsjónarmanna unglingadeilda eru haldnir á hverju ári, ávalt síðustu helgina í september. Tilgangur fundanna er að umsjónarmenn unglingadeilda komi saman og kynnist starfi hvers annars víðs vegar af landinu. Miklar umræður skapast um breytingar á reglugerð SL sem fara síðan fyrir stjórn Landsbjargar.
Auk þess er haldinn fyrirlestur um ákveðin málefni sem varðar unglingadeildir og umsjónarmenn þeirra.

Þessir fundir eru að verða æ vinsælli og koma að góðum notum fyrir allar unglingadeildir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og verða vonandi til þess að meiri samhæfing- og samstarf varði á milli deildanna á landinu.
Eins og sést vel á myndunum hér að ofan ríkti mikil ást, trú og kærleikur meðal gesta!
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.