Landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Núna á sunnudaginn lauk landsmóti unglingadeilda sem haldið var í Hnífsdal. Mótið tókst í alla staði frábærlega, veðrið lék við mótsgesti og stemmingin eftir því. Mótið byrjaði á landsþingi þar sem umræðuhópar voru en þar á undan var Sigurjón frá Capacent með hópeflisleiki. Mikið var lagt upp samstarfi milli ungmennanna og settu þau meðal annar óformlegt met í hópeflishring. Þar sem lagt er upp með að allir haldi í sama bandið og treysti á að enginn sleppi takinu meðan allur hópurinn hallar sér aftur. Póstavinna var á fimmtudeginum og föstudeginum þar sem ungmennin reyndu sig við rústabjörgun, báta, fyrstuhjálp, fellistiga, rötun, sig, ýlaleit og fleira.
Keppt var í umsjónarmannaleikunum á kvöldvökunum og vann Björn Már Björnsson frá Unglingadeildinni Dösum Dalvík leikana og sýndi hann snilldartakta í þeim þrautum sem lagðar voru fyrir.
Á laugardeginum voru síðan björgunarleikar fyrir liðin þar sem var keppt í aparólu, dekkjaveltu, kassaklifri, leit , rústabjörgun og fleiru. Hart var barist en rauða liðið sem kallaði sig Guðmund vann sigur úr bítum að lokum. Um kvöldið var svo reipitogskeppnin þar sem liðið frá unglingadeildinni í Mosfellsbæ atti kappi sínu við unglingadeildirnar Hafstjörnuna frá Ísafirði og Von frá Sandgerði. Unglingadeildin í Mosfellsbæ bar svo sigur úr bítum eftir harða keppni og fékk að launum reipitogsbikarinn til varðveislu. Eftir reipitogið var kveikt upp í brennu og tónleikar haldnir þar sem að hljómsveit frá unglingadeildinni Hafbjörgu Grindavík tróð upp.
Mótshaldarar og björgunarsveitirnar í Hnífsdal, Bolungarvík og á Ísafirði eiga stórt hrós skilið fyrir frábært mót og skipulag.

P.S. Mótshaldarar þakka kærlaga fyrir þá aðstoð sem þeim var veitt frá björgunarsveitunum á svæðinu.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

2 Responses to Landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

 1. Anonymous says:

  Hæ Hæ
  Takk fyrir að leifa mér að vera með. Ég hlakka bara til að vera með eftir 2 ár ef é gkemst með sem aðstoðarmaður.
  Maður kynntist fult af fólki og Unglingum og það er einmitt svo skemtilegt.
  Kær Kveðja Sigrún

 2. Þröstur Þórisson says:

  Takk fyrir það Sigrún!

  Á morgun (eða raunar í dag, föstudag) er planið að hafa grill í Guðmundarbúð í þakkarskini fyrir þá sem aðstoðuðu okkur í landsmótinu. Einnig verða sýndar myndir frá mótinu.
  Mæting er kl. 19 í Guðmundarbúð.