Laugardagurinn mikkli

Í gær var ansi stór dagur hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.

Til að byrja með, var farið á b.s. Gunnari Friðriks, slb. Gunnu Hjalta og plb. Svalbarða í létta skýla ferð yfir á Sandeyri. Þar voru teknar nokkrar myndir og staðan tekin á skýlinu.
Á bakaleiðinni var farið í “maður fyrir borð” og þegar komið var í inn á pollinn var tekin veltuæfing á Svalbarða.

Á laugardagskvöldinu var síðan haldin árshátíð BFÍ. Farið var með rútu frá Guðmundarbúð og út í Arnardal þar sem hátíðin var haldin.
Mikið fjör var á fólki, leikir og ýmis skemmtiatriði voru á boðstólnum, fyrir utan dásamlega sex rétta máltíð. Einnig var sett saman ný skemmtinefnd sem mun síðan sjá um framhaldið af þessu ári.
P.S. Ég var sérstaklega beðinn um að byrta þessa mynd.
Takk fyrir góðan dag!
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.