Laugardagurinn n.k.

Á laugardaginn næstkomandi er fyrirhuguð skýlaferð yfir á Sandeyri.
Frést hefur að hurðin er opin á skýlinu.
Hugmyndin var að halda Svalbarða æfingu áður en þetta kom upp. Nú er planið að fara á Svalbarða og slöngubátunum yfir djúp og redda þessu. Að sjálfsögðu er Gunnari Friðriks. frjálst að koma með ef áhöfn fæst á hann.
Mæting er í Guðmundarbúð kl. 10 á laugardaginn svo mannskapurinn verði kominn heim á skikkanlegum tíma fyrir árshátíðina.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Laugardagurinn n.k.

  1. Anonymous says:

    Hæ.
    Vita Súðvíkingar af þessu? Sjá þeir ekki ennþá um Sandeyrarskýlið?
    Þeir vilja kannski koma með?

    Kv., Eggert