Leitartæknin gekk vel

Um síðustu helgi var námskeiðið “Leitartækni” haldið á Ísafirði.

Bóklegi þátturinn og fyrirlestrar fóru fram í Guðmundarbúð en verklegu æfingarnar voru haldnar úti, bæði í byggð og á opnu svæði.
Mætingin hefði mátt vera meiri en samtals mættu sex nemendur þ.e. þrír frá Björgunarfélagi Ísafjarðar og þrír frá Björgunarsveitinni Tindum, Hnífsdal. En þar sem námskeiðið var heldur fámennt gafst meiri tími fyrir í lærdóminn og umræður um námsefnið.
Má með sanni segja að allir hafi lært eitthvað gagnlegt og nú taki við þrotlausar æfingar til þess að halda þekkingunni við og miðla henni til þeirra sem ekki komust á námskeiðið.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.