Löndun!

Á fimmtudaginn sl. fóru 10 félagar frá Björgunarfélaginu í verðmæta björgun inn í Mjóafjörð. Þar hafði flutningabíll oltið á hliðina og þurfti að afferma hann. Í bílnum var frosinn fiskur í kössum, svo að aðgerðin gekk vonum framar og tók rúml. 5 klst. Einnig mættu á svæðið starfsmenn Vestfirska Verktaka sem komu að björguninni.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.