Mánudagurinn 21.febrúar

Jæja þá er venjulegur Mánudagur afstaðinn og miklar æfingar hafa verið í dag bæði á landi og sjó, strákarnir þeir Gauti ,Teitur,Anton,Birkir og S.Óli fóru “lítinn” bátarúnt  inn í  Vigur og Ögur  sem tókst mjög vel   og þrátt fyrir öldur og barning komu bæði bátar og menn mis vel undan veðrinu,fóru þeir um 11 leytið og voru komnir í hús um 14:00 í þessari ferð voru æfðar brimlendingar meðal annars og tekinn var góður tími til að næra sig inn í Ögri og njóta “veðurblíðunnar”.

Einnig var Tetra æfing var haldin í kvöld og æft hvar hvernig á að nota Tetrastöðvar og stilla yfir á talhópa , notkun rauða takkans  og svo var ýmis önnur tilraunastarfssemi í þessu og fundust einhverjar nýar leiðir varðandi notkun stöðvanna sem  reyndir félagar vissu ekki af , og svo var auðvitað kaffi og …..

Frá vinstri :Teitur,Gauti;Anton,Birkir,Sigurður Óli.

This entry was posted in Æfingar. Bookmark the permalink.

Comments are closed.