Mikið að gera hjá BFÍ

Eins og flestir vita nú þegar gekk mikið óveður yfir norðanverða Vestfirði í gær, mikið fannfergi fylgdi þessu og var mikil ófærð í bænum sökum þess.
Félagar frá Björgunarfélag Ísafjarðar fóru af stað um 8 leitið til þess að sækja fólk úr bílum sínum út á Hnífsdalsveg, sem höfðu keyrt inn i snjóflóð. Þegar leið á daginn, versnaði veðrið og margir sátu fastir í bílum sínum víðsvegar um bæinn. Björgunarfélagið kom fólki til aðstoðar auk þess sem við aðstoðuðum starfsfólk sjúkrahúsins og annarra stofnanna við vaktaskipti. Einnig sá BFÍ um takmörkun á umferð um Skutulsfjarðarbraut, frá áhaldahúsi og að Seljalandi.
Auk þess vorum við í viðbraðgsstöðu vegna sjúkraflutninga fyrir Slökkvilið Ísafjarðarbæjar, en engin svo leiðis tilfelli komu upp.
Samtals komu hátt í 20 björgunarsveitarmenn frá BFÍ nálægt aðgerðinni og tók hún rúmar 15 klst. Allt gekk sinn vana gang og fór verkefnum aðeins að fækka um kvöldið með batnandi veðri. Síðustu menn fóru úr húsi um 23:30.
Myndin var EKKI tekin í gær, heldur er þetta mynd úr safni sem var tekin 25. ágúst 2007
This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.