Neyðarkalli vel tekið á Ísafirði

Í gær hóf Björgunarfélag Ísafjarðar sölu á neyðarkallinum sem er átaksverkefni björgunarsveita og slysavarnardeilda innan Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Settir voru upp básar í Ljóninu og Neista, en einnig var gengið í íbúðir á Hlíf. Óhætt er að segja að sölunni hafi verið gríðarlega vel tekið í gær því rúmlega helmingur þeirra neyðarkalla sem við fengum seldist. Áfram verður haldið að selja neyðarkallinn í dag og á morgun í Ljóninu og Neista, en von er á viðbótarsendingu af neyðarkallinum með flugi í dag svo að allir sem vilja, ættu að geta fengið neyðarkall. Í dag verður einnig gengið í fyrirtæki á Ísafirði og þeim boðið að kaupa neyðarkallinn.

Liðsmenn Björgunarfélas Ísafjarðar þakka kærlega fyrir þann mikla stuðning sem bæjarbúar sína okkur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Neyðarkalli vel tekið á Ísafirði

  1. Teitur says:

    Flott lýst vel á okkur ;);)