Neyðarkallinn seldist upp

Við hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar erum í skýjunum með þær frábæru móttökur sem við fengum hér í bænum, þetta var framar okkar björtustu vonum. Allar okkar byrgðar voru uppseldar rétt eftir kl. 17 á föstudaginn. Við erum að vinna í að fá fleiri Neyðarkalla til að geta boðið hér á svæðinu. Við vitum að salan gekk alstaðar framar vonum og t.d. þá kláruðust allir kallar hjá Björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal einnig.

Með þessu átaki hófst mikil törn hjá okkur í fjáröflunum. Næst á dagskrá er uppsetning jólaskrauts í miðbæ Ísafjarðar en einnig er hafin undirbúningur fyrir Jólatráasölu og Flugeldasölu svo að nóg er að gera á næstunni hjá liðsmönnum BFÍ.

Við þökkum enn og aftur þann mikla og góða stuðning sem bæjarbúar sína okkur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.