Nóg að gera…

Þó svo að sumar sé gengið í garð (samkvæmt dagatalinu) þá slá félagar Björgunarfélags Ísafjarðar ekki slöku við.

Neyðarskýlið sem hefur verið í geymslu undanfarin ár er nú aftur komið í Guðmundarbúð og stendur til að klára smíðina á því í sumar.  Hugmyndin er svo að fara með það norður í Hrafnsfjörð og koma því fyrir í staðinn fyrir skýlið sem þar er.  Það skýli er með þeim eldri á landinu og því orðið fremur lélegt.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.