Nýr Gunnar Friðriksson

Frétt tekin af BB.is
Nýr björgunarbátur Björgunarfélags Ísafjarðar kom til heimahafnar á Ísafirði í gær.
Guðmundur Þór Kristjánsson, umsjónarmaður björgunarbáta félagsins, segir að siglingin frá Reykjavík hafi gengið skínandi vel. “Það var rjómablíða alla leið og báturinn reyndist mjög vel”, segir Guðmundur.

Bátnum var gefið sama nafn og forveri sinn, Gunnar Friðriksson. Báturinn er smíðaður í Bretlandi og sömu gerðar og sá sem fyrir er en mun hraðskreiðari.

“Helsta framförin frá gamla bátnum er að þessi er hraðskreiðari. Hann er bæði með öflugri vélar og er léttari.” Báturinn gengur 19 mílur, fimm og hálfri mílu en sá gamli. Guðmundur segir að gamli báturinn muni fyrst um sinn vera í afleysingum fyrir björgunarbáta sem fyrir eru á svæðinu, alla vega til að byrja með.

Kaupverð er á milli 8 og 9 milljónum. Heildarkostnaður mun vera eitthvað meiri þegar búið verður að gera hann kláran, setja í hann útbúnað og fleira. “Við munum bjóða til fagnaðar þegar hann verður tilbúinn og gleðjast með velunnurum félagsins”, segir Guðmundur.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.