Ófærð 10-11.2 2018

Um liðna helgi höfðu félagar Björgunarfélags Ísafjarðar af nægu að taka enda veður á svæðinu afar slæmt.
Þetta hófst allt á laugardagskvöldinu þegar við fengum boð um sjúkraflutning rétt fyrir 23 í Önundarfjörð,stuttu síðar var Jaki 1 mannaður og hann sendur af stað á eftir moksturstæki. Afar slæmt skyggni var og sóttist ferðin fremur hægt en bíll hafði verið sendur á móti okkur frá Sæbjargarmönnum á Flateyri. Bílarnir mættust síðan við Varmadal og hélt Jaki 1 þá á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði.
Eftir stutt stopp á sjúkrahúsinu þá var haldið í Súgandafjörð en þar hafði fólk fest bifreið sína í miklum snjó og á auga bragði var útséð með að við næðum til þeirra á Jaka 1 og því var ákveðið að þau myndu ganga til móts við okkur en við ákváðum að bíða í gangnamunanum en bifreiðin var 100 metrum fyrir framan. Verkefnið gekk vel og komst fólkið í öruggt skjól rétt um kl 02:00.

Ákveðið var að hafa lágmarks mannskap í húsi en verkefnin hófust síðan aftur rétt fyrir kl 8 í gærmorgun en aka þurfti heilbrigðisstarfsfólki á vakt enda töluverð ófærð í bænum. Örfáar aðstoðir vegna fastra bifreiða en fólk virti það að vera ekki á ferðinni á sínum bílum enda engin ástæða til annars en að hafa bara kósý.
Eftir hádegi fórum við með starfsfólki Heimahjúkrunar til að aðstoða við lyfjagjafir.

Um miðjan dag var svo óskað eftir því að Jaki 1 sinnti hlutverki Sjúkrabifreiðar en flytja þurfti sjúkling innanbæjar á Ísafirði en sökum ófærðar var brugðið á það ráð að fá Jaka 1 enda svokallaður ófærðarsjúkrabíll.

Verkefnin fóru að hægjast eftir miðjan dag og ákveðið var að senda mannskap í hvíld og fá ferskari mannskap en aðeins var verið að sinna Heilbrigðisstofnuninni frameftir kvöldi.

Mikilvægi öflugrar Björgunarsveitar sannar gildi sitt á svona dögum en hlutverk okkar fólks er að reyna meðal annars að halda þeim mikilvægu stofnunum eins og Fjórðungssjúkrahúsinu gangandi á ófærðardögum og einnig vera til taks í neyðartilfellum.

Annasöm helgi já okkar fólki og Björgunarfélag Ísafjarðar þakkar fyrir sig!

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.