Línan 40 ára-opið hús laugardaginn 1.desember

Slysvarnardeild kvenna Ísafirði, Björgunarfélag Ísafjarðar og Unglingadeildin Hafstjarnan vilja bjóða alla velkomna í Guðmundarbúð til að kynna sér starfsemina ásamt því að taka þátt í skemmtilegum nafnaleik en velja á nafn á kvennadeildina og verða vegleg verðlaun í boði fyrir vinningshafa, skrifa þarf hugmynd af nafni setja það í umslag og skrifa nafn sitt og heimilisfang og svo verður fagnefnd fengin til að velja hæfasta nafnið og úrslit kynnt á jólafundi kvennadeildarinnar 7.desember og viðkomandi látinn vita.

Happdrætti slysavarnarkvenna  “Línan” verður 40 ára og í tilefni af því verður opið hús ásamt því að formleg sala hefst á Línunni. Slysavarnarkonur hafa staðið vel við bakið á Björgunarfélaginu undanfarin ár og er ágóði happdrættisins notaður í kaup á tækjum og  búnaði fyrir björgunarsveitina og einnig fyrir slysavarnarmál.

Opið verður frá 14-17 í Guðmundarbúð.

Hlökkum til að sjá sem flesta  !

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.