Öryggisgæsla

Föstudaginn 13. júlí verður haldið sjósundmót hér á Ísafirði. Keppt verður í tveimur vegalengdum, þ.e. 500m og 1500m. Keppendur verða ræstir út kl. 16 úr fjörunni hjá Sæfara í Suðurtanga og munu þeir synda 250m út á pollinn, í kring um baugju og til baka, samtals 500m. Keppendur í lengri vegalengdinni munu synda þrjár ferðir.

Óskað hefur verið eftir Björgunarfélagi Ísafjarðar til þess að sjá um öryggisgæslu ásamt Sæfara. Við þurfum að manna a.m.k. einn slöngubát með köfurum um borð. Sæfari mun manna 4 kayaka.
Þeir félagar sem geta mannað þessa öryggisgæslu eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Þröst (8473387)

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.