Fundur áhafnar Gunnars Friðrikssonar

Miðvikudaginn 23. jan kl. 20:30 verður fundur hjá áhöfn björgunarskipsins Gunnars Friðrikssonar. Meðal þess sem rætt verður á fundinum, er fjárhagsáætlun 2013, viðhald og endurnýjun búnaðar, þjálfunarmál og fleira. Allir þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í rekstri og mönnun skipsins eru velkomnir.

 

Posted in Almennt | Comments Off on Fundur áhafnar Gunnars Friðrikssonar

Flugeldasala

Útkall til bæjarbúa á Ísafirði og í Hnífsdal vegna óveðurs sem gengið hefur um svæðið hefur ekki verið hægt að opna flugeldasöluna í Hnífsdal. Ákveðið hefur verið að flytja söluna og verður flugeldamarkaðurinn staðsettur í húsi Fiskmarkaðs Suðurnesja að Sindragötu 11 við hliðina á fiskbúð Sjávarfangs. Opnunartími: frá 21:00-24:00 í kvöld sunnudag og 9-18:00 á morgun gamlársdag´ Eins  verður opið fyrir íbúa í Hnífsdal þ.e.a.s í húsi björgunarsveitarinnar Tinda í Hnífsdal frá 13:00-16:00 á morgun gamlársdag

Posted in Almennt | Comments Off on Flugeldasala

Jólatréssalan er að fara af stað

Vantar mannskap í jólatréssölu, skráningarblöð liggja á kaffiborðinu í tækjasalnum.  Ætlunin er að byrja sölu á föstudag eða laugardag

Posted in Almennt | Leave a comment

Línan 40 ára-opið hús laugardaginn 1.desember

Slysvarnardeild kvenna Ísafirði, Björgunarfélag Ísafjarðar og Unglingadeildin Hafstjarnan vilja bjóða alla velkomna í Guðmundarbúð til að kynna sér starfsemina ásamt því að taka þátt í skemmtilegum nafnaleik en velja á nafn á kvennadeildina og verða vegleg verðlaun í boði fyrir vinningshafa, skrifa þarf hugmynd af nafni setja það í umslag og skrifa nafn sitt og heimilisfang og svo verður fagnefnd fengin til að velja hæfasta nafnið og úrslit kynnt á jólafundi kvennadeildarinnar 7.desember og viðkomandi látinn vita.

Happdrætti slysavarnarkvenna  “Línan” verður 40 ára og í tilefni af því verður opið hús ásamt því að formleg sala hefst á Línunni. Slysavarnarkonur hafa staðið vel við bakið á Björgunarfélaginu undanfarin ár og er ágóði happdrættisins notaður í kaup á tækjum og  búnaði fyrir björgunarsveitina og einnig fyrir slysavarnarmál.

Opið verður frá 14-17 í Guðmundarbúð.

Hlökkum til að sjá sem flesta  !

Posted in Almennt | Comments Off on Línan 40 ára-opið hús laugardaginn 1.desember

Útkall F2 Gulur

Björgunarfélag Ísafjarðar hefur haft í nógu að snúast um liðna helgi enda mikið fannfergi á Ísafirði og nágrenni . Fyrsta útkall kom laust eftir hálf 7 á föstudagskvöld en þá barst beiðni frá lögreglu um mann sem keyrt hafði inn í snjóflóð. Björgunarsveitin Kofri komst ekki að honum svo ákveðið var að senda okkur ásamt Tindum í Hnífsdal. Búnaðurinn var gerður klár sleði, börur skóflur snjóflóðastangir og ýlar ásamt fleiru  en gert var ráð fyrir að aðgerðin gæti tekið tíma sökum légegst skyggni og snjóflóðahættu.  Lagt var af stað út á hlíð og keyrt áleiðis inn að Arnarneshamri og yfir lítið snjóflóð sem fallið hafði á Kirkjubólshlíð en sleðinn og Excursioninn hjá Tindum biðu við hamarsgatið meðan Unimoc fór að vegagerðarfarvegi 7 en þar var hinn umræddi bíll ásamt manninum en hann kom í Unimoc og svo var snúið heim á leið. Þessi aðgerð gekk mjög vel og sýndi hvað samvinna sveita er að verða öflugari og öflugari með hverju útkallinu. Eftir þetta var farið í hús og fenginn smá kaffisopi en svo fóru að koma aðstoðarbeiðnir um fasta bíla, vaktaskipti á sjúkrahúsi og fleira.Unimoc fór í ýmis verkefni á laugardag og sunnudag og gengu þau verkefni vel.

 

 

Posted in Útköll | Comments Off on Útkall F2 Gulur

Vonskuveður næstu daga

Björgunarfélag Ísafjarðar vill vekja athygli á veðrinu næstu daga en vonskuveður gengur yfir landið þar með talið vestfirði og því ættum við að hafa varann á og vera ekki á ferð að nauðsynjalausu.Það fer að snjóa í kvöld, en í nótt og í fyrramálið verður vindhraðinn kominn upp í stormstyrk  en morgundagurinn mun vera sérstaklega slæmur.

Björgunarfélag Ísafjarðar verður í viðbragðstöðu eins og venjan er 365 daga á ári og ef þið lendið í vanda ekki hika við að hringja í 1-1-2.

Posted in Almennt | Comments Off on Vonskuveður næstu daga

Kennsla á Hjartastuðtæki

Í kvöld munum við fá til okkar í heimsókn starfsmenn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar og munu þeir kenna okkur á notkun hjartastuðtækja en menn eru eitthvað orðnir ryðgaðir í þeim málum og þá er rétt að skerpa aðeins á þeirri kunnáttu enda geta tækin skipt sköpum í aðgerðum svo sem hjartaáfalli og fleiru. Vonandi sjáum við sem flesta í fundarsalnum í Guðmundarbúð

Mæting er kl 20:00 í Guðmundarbúð

Nýjir félagar velkomnir 😉

Posted in Almennt | Comments Off on Kennsla á Hjartastuðtæki

Laugardagurinn 25.ágúst

Kæru félagar

Laugardaginn 25.ágúst ætlum við að sinna viðhaldinu og laga eitt og annað í sambandi við farartæki félagsins, laga loftleka olíuleka eiga við kúplingar og fleira, þeir sem geta hjálpað til við þessi verkefni ásamt ótal fleirum er velkomið að koma í Guðmundarbúð kl 10:00 næstkomandi Laugardagsmorgun. Eftir að þessu er lokið þá verður  grill og skemmtileg heit uppi í dagverðardal nánar tiltekið simbabwe og hefst það kl 19:00 þar sem við ætlum að skemmta okkur saman og félagar þið verðið að koma með grillmat og drykki en Björgunarfélagið skaffar grillið 😉

Hlökkum til að sjá sem flesta 😉

Posted in Almennt | Comments Off on Laugardagurinn 25.ágúst

Frágangur

Núna er verslunarmannahelgin á enda og fjölmörg verkefni yfirstaðin og þá þarf að ganga frá eins og gengur,  þeir félagar sem geta lagt hendur á plóg og hjálpað til við fráganginn er bent á að mæta í Guðmundarbúð kl 20:00 í kvöld Þriðjudag.

Að vana verður heitt á könnunni  🙂

Posted in Almennt | Comments Off on Frágangur

Stærsta ferðahelgi ársins að ganga í garð !

Nú er stærsta ferðahelgi ársins að ganga í garð og í mörg horn að líta hjá okkar fólki en við verðum með ýmis verkefni á okkar könnu.

Flugeldasýning og fjörubrenna verða á laugardagskvöldinu og verðum við með yfirumsjón með sýninguni ásamt því að vera með öryggisgæslu á fjörusöngnum en ef einhverjir áhugasamir félagar vilja taka þátt í þessu þá er best að tala við sigrúnu í síma 896-2883 en margar hendur vinna létt verk !

Við minnum almenning á það að það verður mikil bílaumfer um Tungudal og því er vert að hafa varann á, bannað er að leggja úti í kanti á veginum að tjaldsvæðinu en bílastæði eru á innsta túninu við mýrarboltavellina en svo eru einnig næg bílastæði uppi hjá skíðaskálanum en stuttur göngutúr er að mótssvæðinu þaðan. Til að hindra ekki aðgang neyðarakstursbifreiða inn í tungudal verður að reyna að fylga settum fyrirmælum.

Góða helgi og veriði velkomin vestur 😉

Björgunarfélag Ísafjarðar

 

Posted in Almennt | Comments Off on Stærsta ferðahelgi ársins að ganga í garð !