Páskar

Jæja kæru félagar þá eru páskarnir að renna upp og þá er ágætt að hafa í huga að það er margt fólk á skíðum og við verðum auðvitað til taks ef eitthvað  kemur fyrir því nú eru samankomin þúsundir af fólki sem kemur á skíði og til að kíkja á rokkhátíðina “Aldrei fór ég suður ”  og þá er mannskapurinn tilbúinn að takast á við þau verkefni ef þau verða  í boði en  við félagar vonumst auðvitað ekki til að  fólk þurfi á okkur að halda

Ýmislegt annað hefur þó gerst á undanförnum vikum ,við fórum  og höfðum gaman upp á heiði á fjölskyldudegi , nokkrir félagar voru að kíkja á fjallabjörgunarbúnaðinn  um síðustu helgi og búið er að fara yfir báða mótora og báta félagsins og ættu því  þær Sirrý og Gunna Hjalta að vera færar í flestan sjó.

Við óskum  núverandi og fyrrverandi félögum gleðilegra páska og vonandi fáið þið frið fyrir sms-um frá 112  😉

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.