Sjóæfingin um helgina!

Sælir félagar og fleiri.

Núna um þessa síðastliðnu helgi (í dag) fór fram meiriháttar bátaæfing með meiru, það er að segja með köfurum. Þrátt fyrir kulda og snjókomu og hífandi rok þegar leið á, var reynt að manna alla þrjá bátana, já meira að segja Svalbarða. Einhvern veginn gekk það ekki alveg nógu vel, í heildina mættu tveir í áhöfn á slöngubátana og fjórir kafarar, Svalbarði varð að bíða. Þetta var fyrsta bátaköfun okkar félagsmanna og heppnaðist hún nokkuð vel. Menn voru mislengi niðri en flestir voru þó :29 mín og var farið niður á 11 metra dýpi.

Eftir góða köfunaræfingu fanns mönnum ekki vera komið nóg, heldur hlóðum við batteríin, skiptum út Gunnu Hjalta og fórum að tilkeyra Svalbarða, það verður jú jafnt að ganga yfir alla. Svalbarði var vígður með mikilli athöfn, þ.e. Barði sjálfur Önundarson kom og sjósetti bátinn fyrir okkur, með stæl.

Eftir á að hyggja fannst mönnum hann reynast nokkuð vel við þessar aðstæður sem prófaðar voru, en ekki er þó allt búið enn, því enn á eftir að klára að tilkeyra bátinn og prófa við fleiri aðstæður.

Að lokum vil ég þakka félögunum fyrir góða æfingu og held ég að allir hafi verið sammála um að svona lagað þarf að gerast oftar, svo að köngulærnar yfirtaki ekki alveg bátanna eins og þær voru byrjaðar á.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

5 Responses to Sjóæfingin um helgina!

 1. Þröstur Þórisson says:

  Sæll Gaui minn, til að srkifa skilaboð hér á ,,blaðið” getur þú klikkað á NAFNLAUS reitinn eða NAME/URL þá þarftu ekki lykilorð eða soleis, þá ætti þetta að ganga, prófaðu þig bara áfram.

 2. Hörður says:

  Þið eruð helv… duglegir.

  Annars ef menn eru með hugmyndir um hvernig við viljum hafa linkinn “björgunarsveit” á síðunni, látið mig, Þröst eða Hildi vita.
  Kveðja
  Hörður

 3. Anonymous says:

  HA það tókst loksins smá pælingar og ábendingar þá kemur þetta 🙂 . góð æfing er áfamhad á komandi helgi so gleði grin og gaman á eftir æfinguna ?????????????????????????????? SPURNING

 4. Anonymous says:

  Kveðja Guðjón s

 5. Sveinbjörn says:

  Hæ hérna er linkur inna kofun.is með Akkeris vídeóinu…..
  kv Simbi….

  http://www.kofun.is/index.php?option=com_content&task=view&id=187&Itemid=46