Sjómannadagurinn

Nú eins og flestir vita er sjómannadagurinn á næsta leiti.  Eins og undanfarin ár mun Björgunarfélag Ísafjarðar sjá um öryggisgæslu í siglingunni sem verður á laugardaginn nk.  Bæði björgunarskipið Gunnar Friðriksson og slöngubátar félagsins munu vera í siglingunni.  Brottför verður kl. 10:30 en mæting verður í Guðmundarbúð kl. 9:00 á laugardaginn.  Þeir félagsmenn sem óska eftir því að vera í áhöfn á bátunum er bent á að tala við Jóa B. (Gunnar F.) eða Guðjón F. (slöngubátar).

Á laugardagskvöldið er svo stefnt á að halda lokahóf vetrarstarfsins.  Mæting er kl. 19 inn í sumarbústaðinn Simbabwe inn í Dagverðardal (fyrir neðan Vegagerðina).  Grill verður á staðnum svo að félugum er frjálst að mæta með eitthvað sem hægt er að grilla.

Hugmyndir eru uppi um að halda af stað í smá siglingu á björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni á sunnudeginum.  Nánari upplýsingar um það verða veittar síðar.

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.