Sjómannadagurinn!

Næstkomandi laugardag verða hátíðarhöldin haldin hátíðleg vegna sjómannadagsins á sunnudaginn. Nú á að gera eitthvað meira en bara að fara í siglingu á Júlla og Páli. Þ.e. eftir hana verður nýji Gunnar Friðriksson formlega tekinn í notkun, stjórn Landsbjargar kemur í bæinn og undirritaður verður nýr samningur. Boðið verður upp á súpu og grillaðar pylsur í Guðmundarbúð, og munum við fá aðstoð með það frá unglingadeildinni og kvennadeildinni. Eftir að fólk hefur fengið sér hressingu verður húllum hæ á hafnarbakkanum, koddaslagur, ,,tunnu”hlaup og ýmislegt fleira sniðugt, viðstöddum til skemmtunar. Eftir þetta allt saman verður svo haldin björgunar sýning á pollinum. Reiknað er með að siglingin um morgunin byrji kl 10:30 og dagskrá verði síðan óslitin til kl u.þ.b. 15.
Vonumst við til þess að okkar mannskapur sjái sér fært að mæta, sýna sig og sjá aðra. Það vantar alltaf manskap í undirbúning og annað sem þessu tengist. Nánar auglýst síðar!

Kveðja: Nefndin.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.