Sjúkragæsla

Síðastliðnu helgi vorum við í sjúkragæslu á skíðasvæðinu í Tungudal. Tilefnið var eitthvað skíðamót. Allt fór þó vel fram og sluppu keppendur mótsins við meiriháttar meiðsli, þó að einn og einn hafi þurft plástur og aðrir koss á bágtið. Veðrið var með besta móti, eða þannig, rigning allan tímann.

Erfiðlega gekk að manna gæsluna á laugardeginum en þó skárra á sunnudeginum. Viljum víð því nýta tækifærið hér og hvetja félagsmenn og konur til að mæta á svona viðburði, því í raun og veru er þetta eins og hver önnur fjáröflun. En í leiðinni viljum við þakka þeim sem mættu. Takk strákar þið stóðuð ykkur vel!
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Sjúkragæsla

  1. Anonymous says:

    Myndasíðan er komin í lag… Áskriftin rann út og ég borgaði 30 dollara fyrir næsta árið.
    Kveðja
    Hörður