Skötuveisla!

Í hádeginu í dag var haldin skötuveisla fyrir bæjarbúa og aðra sem treystu sér. En þeir sem ekki lögðu í skötuna var boðið upp á saltfisk.
Allt var þetta í boði Björgunarfélags Ísafjarðar en frjáls framlög voru vel þegin. Áætluð mæting var u.þ.b. 200 manns, og er það líklega nýtt met!
Flestir fóru heim ánægðir og saddir, og vill Björgunarfélag Ísafjarðar þakka góðar undirtektir og óska félögum sem öðrum sem mættu gleðilegra jóla.

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.