Skráning og fleiri upplýsingar

Æfingin verður haldin á Vestfjörðum í umsjón sveita á svæði 7. Gert er ráð fyrir því að verkefni byrji um kl 8 á laugardegium 8 október nk. Áætlað er að æfingunni ljúki svo með sundi og grilli um kl 18
Þegar hópar koma á svæðið verður þeim afhent verkefnamappa. Þar verður lýsing á öllum verkefnum með staðsetningu ofl. Boðið verður upp á gistingu en hópar þurfa að koma með dínur.

Skráning er á skrifstofu SL ingolfur@landsbjorg.is

Í skráningu þarf að koma fram eftirfarandi.

Tengiliður hóps, netfang og GSM
Gerð hóps / sérhæfing eða tegund verkefna sem hópurinn er tilbúinn í. Getur verið meira en eitt atriði.
Fjöldi í hóp
Fjöldi í gistingu á föstudegi.
Fjöldi í gistingu á laugardegi
Fjöldi í grillveislu

Allir hópar munu fá almenn verkefni en svo verður sérhæfðum verkefnum úthlutað til þeirra sem þess óska.

Þar sem flest allir þátttakendur þurfa um langann veg að fara er eindregið mælt með því hópar gisti og séu alls ekki að keyra langar leiðir lítið sem ekkert hvíldir.

(Frétt af www.landsbjorg.is)

This entry was posted in Landsæfing. Bookmark the permalink.

Comments are closed.