Slöngubáta- og köfunaræfing!

Í dag fór fram slöngubátaæfing með köfurum.

Mætingin var með betra móti (eða þannig, samtals þrír). Því var æfingunni aðeins breytt, og snerist hún aðalega um leitarköfun, þar sem 2 af 3 voru kafarar.

Æfingin gekk vel í alla staði. Ekki tók langann tíma að finna “þann týnda” og koma honum á þurt.

Veðrið var með besta móti og viljum við því hvetja mannskapinn til að mæta næst og hafa gaman með okkur.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.