Slöngubátur 2 námskeið

Góður félagi okkar, Jóhann Bæring Pálmason (Bæsi), hyggst halda slöngubátanámskeiðið “slöngubátur 2” nú á næstunni.
Bæsi er nú aftur kominn heim að sunnan, hann er með kennsluréttindi í sjóbjörgun og fær að kenna sinni björgunarsveit frítt. Því er um að gera að nýta þetta tækifæri og taka þetta námskeið eða nýta það til upprifjunar.
Ætlunin er að halda námskeiðið í tveimur pörtum. Þ.e. fyrirlestur á miðvikudagskvöldi og verklegan þátt á laugardegi í febrúar og síðan aftur tvo daga í mars. Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 11. febrúar og verður síðan haldinn verklegur þáttur úr því námsefni laugardaginn eftir, eða þann 14. feb.
Nánari tímasetningar og upplýsingar verða auglýstar síðar.

Áhugasömum er bent á Bæsa í síma 892-1955

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.