Snjóflóð á Súðavíkurhlíð

7. febrúar
Útkall rauður
Mörg snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíðina og hafði bíll keyrt inn í eitt flóðið. Ökumaður slapp með skrekkinn og var honum komið til Ísafjarðar. Okkar menn voru innfrá á Unimog og gekk allt vel þar en áður en aðgerð lauk komu þeir lögreglunni til hjálpar en þeir höfðu lent í vandræðum við Hamarsgatið.
Síðar um daginn var farið á bíl út í Krók í gæslu þar sem umferð var takmörkuð á Hnífsdalsveginn. Þeirri aðgerð lauk um kl. 18:00 þegar veginum var lokað.

This entry was posted in Útköll. Bookmark the permalink.

Comments are closed.