Stærsta ferðahelgi ársins að ganga í garð !

Nú er stærsta ferðahelgi ársins að ganga í garð og í mörg horn að líta hjá okkar fólki en við verðum með ýmis verkefni á okkar könnu.

Flugeldasýning og fjörubrenna verða á laugardagskvöldinu og verðum við með yfirumsjón með sýninguni ásamt því að vera með öryggisgæslu á fjörusöngnum en ef einhverjir áhugasamir félagar vilja taka þátt í þessu þá er best að tala við sigrúnu í síma 896-2883 en margar hendur vinna létt verk !

Við minnum almenning á það að það verður mikil bílaumfer um Tungudal og því er vert að hafa varann á, bannað er að leggja úti í kanti á veginum að tjaldsvæðinu en bílastæði eru á innsta túninu við mýrarboltavellina en svo eru einnig næg bílastæði uppi hjá skíðaskálanum en stuttur göngutúr er að mótssvæðinu þaðan. Til að hindra ekki aðgang neyðarakstursbifreiða inn í tungudal verður að reyna að fylga settum fyrirmælum.

Góða helgi og veriði velkomin vestur 😉

Björgunarfélag Ísafjarðar

 

This entry was posted in Almennt. Bookmark the permalink.

Comments are closed.