Stór dagur

Í gær (laugardag) var ansi stór dagur hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar. Til að byrja með var áfram hald af slöngubátanámskeiðinu sem byrjaði á miðvikudagskvöldið með fyrirlestrum.

Mætingin var með betra móti og æfðar voru nokkrar aðferðir við landtöku og fleira. Í lok æfingarinnar var síðan haldin hörku keppni í jakahlaupi á ísnum á pollinum, en því miður náðust ekki myndir af því.

Eftir bátaæfinguna voru mannaðir tveir sleðar og tekinn var rúntur um heiðina þvera og endilanga.

Eins og flestir tóku eftir var blíðskapar veður og var reynt að nýta það til hins ýtrasta. Dagurinn fór vel og flestir komu nokkuð heilir heim.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.