Sunnudagurinn

Haldin var fín fjallabjörgunaræfing í dag á Arnarneshamri.

Æft var að síga niður með sjúkling í börum. Ágætis mæting var á æfinguna en þau sem mættu voru: Þröstur, Ingibjörg, Sverrir og Hörður, Tindarnir Rúnar og Kári og síðan voru þeir Teitur og Róbert frá unglingadeildinni Hafstjörnunni “sjúklingar” fyrir okkur í börurnar.

Farið var frá Guðmundarbúð kl 10:06 og búið var að ganga frá kl 16:00. Þröstur tók myndir á æfingunni sem hann er búinn að setja inn á facebook síðu Björgunarfélagsins.

Næsta æfing verður í janúar en þá verður farið í krefjandi fjallgöngu með tilheyrandi línuvinnu til að komast upp á fjallstoppinn, fínt til að brenna jólasteikunum.

Kveðjur

Hörður
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

Comments are closed.