Svalbarði kominn

Mitt í jólatréssölu, óveðursútköllum og þakviðgerðum kom í hús það sem allir höfði beðið eftir með mikilli eftirvæntingu, og eins og sjá má á myndinni var hann prófaður um leið. Jú akkúrat báturinn sem pantaður var eftir útkallið upp á fjall. Báturinn er sem 3,20 metra stuttur plastbátur með 15 hestalfa mótor, er ætlaður sem vatnabátur og hefur hlotið nafnið Svalbarði. Mikil gleði varð meðal viðstaddra þegar báturinn mætti í hús og fékk hann verðskuldaða athygli. Formleg afhending sem og vígsla á bátnum er áætluð á næstunni. Ætlunin er að fara á honum við tækifæri og prufa við allar mögulegar og ómögulegar aðstæður.
This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.

One Response to Svalbarði kominn

  1. Hörður says:

    Bara snilld ;0)